Leita í fréttum mbl.is

Ellin, fegurðin og ríkidæmið

Tryggvi Gíslason, okkar gamli meistari, sagði margt skynsamlegt í viðtali sem ég tók við hann og birtist í Morgunlaðinu sunnudaginn 15. júní 2003, tveimur dögum áður en hann brautskráði síðustu nemendur sína frá MA. Í viðalinu nefndi skólmeistari t.d. andstæður og samhengi hlutanna. "Stundum er sagt að fólk vilji að allt sé skemmtilegt; þess er krafist að fólk sé ungt, fallegt og ríkt. Við erum hins vegar ekki alltaf ung, við verðum gömul; það er eðlilegt að sá sem lifir lengi verði gamall.

Unga fólkið verður að muna eftir því; þó að það eigi auðvitað ekki að vera upptekið af því að það verði gamalt þá má það ekki gleyma því, og mestu menningarþjóðir, bæði austur í Asíu og jafnvel í hinni fornu Afríku, allar þessar gömlu menningarþjóðir heimsins hafa byggt á þessari grundvallarkenningu að bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Því megum við ekki gleyma, finnst mér."

Hann segir erfitt að vera ungur, en þó enn erfiðara að verða gamall, lasburða, einmana og yfirgefinn "og svona menningarþjóð eins og Íslendingar mega ekki gleyma gamla fólkinu."

Ég held Tryggvi hafi ekki verið með 25 ára júbílanta  sumarið 2007 sérstaklega í huga með þessum orðum enda herma heimildir að sá árgangur sé enn bæði ungur, fallegur og ríkur. Mér finnst þó rétt að benda á ummælin ef einhver vill hefjast handa þegar í stað við að undirbúa ellina, sem hugsanlega birtist óvænt eftir að 25 ára partýinu lýkur, einhvern tíma þjóðhátíðardaginn 17. júní. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

GAMAN SAMAN

Stúdentar frá MA 1982
Stúdentar frá MA 1982

Heimasíða MA stúdenta 1982, stofnuð vegna 25 ára stúdentsafmælis 17. júní 2007.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband