Leita í fréttum mbl.is

Hinn eini sanni tónn?

FRÉTTASKÝRING

Eftir Skapta Hallgrímsson ritstjóra

Dísa víóla

Spurt er, hver er þessi Dísa? Og sjálf spyr hún: Í hvaða bekk var ég? (Sjá margumrædda "Gestabók" vinstra megin á síðunni, þar sem allt er að gerast...)

Allt er þetta hið einkennilegasta mál.

Herdís Jónsdóttir úr Spítalaveginum, Dísa fiðla - sem spilar reyndar alls ekki á fiðlu á síðari árum, heldur víólu, og hefur kannski alltaf gert - lýsti því sem sagt yfir á dögunum í tölvupósti til árgangsins að hún yrði ekki í höfuðborg hins fagra norðurs 17. júní. Þar ljóstraði hún jafnframt upp þeirri staðreynd, sem virðist skelfa mann og annan, að hún skrifaði dagbækur "ÖLL MA-árin mín og þar stendur nú sitthvað um suma!!" svo vitnað sér orðrétt í hótunarfréfið frá Hollandi.

Hún kveður síðan með spurningu, segist hafa verið í 6. T en efast; var það ekki ábyggilega 6. T? Eða var ég í X-inu? "Vill einhver kannast við það?"

Enginn hefur gefið sig fram í því skyni að segja Dísu í hvaða bekk hún var, en eftir töluverða heimildaleit er hið sanna komið í ljós: Herdís Anna Jónsdóttir, var nemandi á Náttúrufræðideild - ekki spyrja mig hvers vegna - og skráð í 6. T.

Stúlkunni er svo lýst í Carmínu, anno 1982: "Eitt af megineinkennum Dísu er stöðugur sónn sem fylgir henni hvert sem hún fer. Sumir telja þetta hinn eina sanna tón en þrekmiklir kunningjar segja að stúlkan þjáist af alveg óskaplegri talþörf og af því stafi sónninn."

Sem sagt; þetta er hún! Og á myndinni er Dísa, þessi í röndóttu sokkunum, að fremja tónlist ásamt manni sínum, Steef, á leikskóla á Akureyri fyrir nokkrum misserum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

GAMAN SAMAN

Stúdentar frá MA 1982
Stúdentar frá MA 1982

Heimasíða MA stúdenta 1982, stofnuð vegna 25 ára stúdentsafmælis 17. júní 2007.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband