Leita í fréttum mbl.is

Fem og tyve!

Illskiljanlegt, en satt. Liðin eru 25 ár frá því við skoppuðum út í sumarið 82 með hvíta kolla. Því ber að fagna og það gerir auðvitað hver á sinn hátt - en (vonandi flestir) á sama stað og sama tíma. Þann 14. júní kemur hver bekksögn saman einhvers staðar í heimahúsi í höfuðstað Norðurlands, 15. júní verður farið í óvissuferð með öllu tilheyrandi og að kvöldi 16. júní verður haldin mikil veisla, eins og hefð hefur skapast fyrir, í íþróttahöllinni. Ef einhver er ekki viss þá er þessi höll stóra húsið norðan við heimavistina! Þar verðum VIÐ í aðalhlutverki enda sjá 25 ára stúdentar um herlegheitin.

Ég vona að allir séu í góðri æfingu og tilbúnir í slaginn.

Hér verða fluttar fréttir af undirbúningi hátíðarinnar og hvers konar upplýsingar, kveðskapur, gamlar sögur og eitthvað þaðan af verra, verður birt í snatri ef einhverjir vilja senda mér slíkt. Netfangið er skapti@mbl.is og svo vil ég að sem flestir skrifi athugasemdir við hvaðeina sem hér verður að finna, svo og eitthvað skemmtilegt í gestabókina.

Hvernig væri að fólk upplýsti hvað það hefur fengist við þennan fljótliðna aldarfjórðung? Hvar hafið þið verið? Hvar eruð þið? Er einhver hættur að reykja? Einhver byrjaður að reykja? Einhver fitnað, grennst, giftst? Gestabókin bíður...

Meira síðar.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljómar vel - og vænstu þakkir fyrir framtakið

Veit svo sem ekki um ævisöguágrip hér og nú - það verður nú eitthvað að vera eftir til að spjalla um þegar við hittumst sautjánda

En að rifja upp góðar sögur kemur auðvitað til greina til dæmis ævintýri á heimavistinni - t.d. af gómuðum bjórbruggurum og sitthvað fleira - mjallhvíti og dvergunum sjö ........

.....hvur veitt  ... en eitt er víst látum oss hlakkkka til

Baldur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

GAMAN SAMAN

Stúdentar frá MA 1982
Stúdentar frá MA 1982

Heimasíða MA stúdenta 1982, stofnuð vegna 25 ára stúdentsafmælis 17. júní 2007.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband