Leita í fréttum mbl.is

Blómsveig við sólskinsmælinn?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í bréfi til ritstjóra þessa virta vefmiðils ykkar að sól hafi skinið látlaust frá morgni til kvölds á Akureyri þann 17. júní 1982. Þann dag hafi verið bjart sólskin í höfuðstað hins bjarta norðurs (mín orð...) í 17,4 klukkustundir! Ekki nema von að manni hafi þótt heitt í kirkjunni við útskriftina. Og Einar kemur með viðeigandi hugmynd - sjá neðst í þessari grein.

Einar segir jafnframt að vorið 1982 hafi verið fremur kalt “en hæglátt og fénaður á fullri gjöf N-lands fram í maílok og kýr ekki látnar út í Eyjafirði fyrr en um svipað leyti og nýstúdentum var sleppt úr sinni prísund.  Þó gerði nokkra góða daga framan af júní og komst hitinn á Akureyri í 19,4 stig þ. 6. júní en síðan kólnaði aftur og 13. til 15. var skítakuldi. Á sjálfan útskriftardaginn var veðrið... ja..þetta hljótið þið nú að vita og muna Skapti betur en það sem lesa má í gulnuðum bókum í kjallara Veðurstofunnar.  En það bar þó til tíðinda þennan júnímánuð árið 1982 að aldrei frá upphafi mælinga hafði verið svo sólríkt í júní á Akureyri og voru sólskinsstundir 264 í allt.  Ekki skein þó sólin skærar en einmitt þann 17. hvort sem þið trúið því eða ekki, látlaust frá morgni til kvölds eða í 17, 4 klst (bjart sólskin)  Þið ættuð nú af því tilefni að votta sólskinsmælinum virðingu ykkar útskriftarhópsins.  Hann stendur við Krossanesbrautina og er í umsjá lögreglunnar eins og þú veist.  Blómsveigur við stólpann sem mælirinn stendur á væri  t.d. passandi !! "

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

GAMAN SAMAN

Stúdentar frá MA 1982
Stúdentar frá MA 1982

Heimasíða MA stúdenta 1982, stofnuð vegna 25 ára stúdentsafmælis 17. júní 2007.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband